Forsendur útreiknings

Skattateljari

Skattateljarinn er aðallega byggður á gögnum frá Hagstofu Íslands um skatttekjur, tryggingagjöld og eignatekjur hins opinbera árið 2019. Skattar sem lögaðilar, þ.e. í flestum tilvikum fyrirtæki, greiða eru teknir með en þeir helstu eru: Skattar á tekjur og hagnað lögaðila, fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði, hluti skatta á vörur og þjónustu s.s. VSK, neyslu- og leyfisskattar, vörugjöld, tollar o.fl., tryggingagjöld og aðrir skattar á atvinnurekstur. Veiðigjöld flokkast til eignatekna hins opinbera og eru þau meðtalin.

Í sumum tilvikum greiða bæði lögaðilar og einstaklingar skattana og er þá notast við aðrar heimildir til að áætla skiptinguna. Til dæmis má nálgast fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Skattar á vörur og þjónustu hafa bæði áhrif á framboð og eftirspurn. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki og einstaklingar deili byrði VSK, tolla og vörugjalda til jafns.

Reiknivél

Forsendur og sjálfgefin gildi

Fjöldi starfsmanna - sjálfgefið gildi
Laun og launatengd gjöld að meðaltali á hvern starfsmann
Tekjuskattur fyrirtækis á ári á hvern starfsmann
Skattar fyrirtækis á ári (án tryggingagjalds) - sjálfgefið gildi
Laun og launatengd gjöld - sjálfgefið gildi
Hlutfall staðgreiðslu og tryggingagjalds af launum og lt.gj.

Reiknað

50
10.800.þ
447.þ
22.350.þ
540.000.þ
32,88%


Útreikningar og útskýring á sjálfgefnum gildum

Fjöldi starfsmanna: Sjálfgefið gildi er 50 og miðast það við meðalstórt fyrirtæki.

Laun og launatengd gjöld: Sjálfgefið gildi miðast við fjölda starfsmanna margfaldaðan með meðtaltali heildarlauna á almennum markaði árið 2019 skv. launarannsókn Hagstofu Íslands að viðbættum áætluðum launatengdum gjöldum.

Skattar fyrirtækis á ári (án tryggingagjalds): Sjálfgefið gildi er tekjuskattur á lögaðila árið 2019 skv. gögnum Hagstofu Íslands deilt með áætluðum fjölda starfandi á almennum markaði árið 2019 margfaldað með fjölda starfsmanna. Fjöldi starfandi á almennum markaði er hér nálgaður með fjölda starfandi í aðalstarfi skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands í öllum atvinnugreinum að undanskyldum opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Tekjuskattur og útsvar einstaklinga ásamt tryggingagjaldi á móti heildarlaunum og launatengdum gjöldum þjóðhagsreikninga var 32,9% árið 2019. Þetta hlutfall er margfaldað með uppgefnum launum og launatengdum gjöldum.

Velferð sem starfsfólk og fyrirtæki skapa

Fæðing, 310.000 kr. 
Notast er við kostnað ósjúkratryggðra einstaklinga frá löndum fyrir utan EES. Fæðing um l.g., stutt meðferð (dvalartími 24 klst). Verð skv. DRG verðskrá 2020 fyrir ósjúkratryggða einstaklinga á legudeild. Sjá hér.

Leikskólapláss, 2.300.000 kr. 
Nettókostnaður sveitarfélaga við leikskóla árið 2018 uppreiknað m.v. vísitölu neysluverðs, vísitölu heildarlauna opinberra starfsmanna og gjaldskrá leikskóla árið 2019. Deilt með heilsdagsígildum alls á leikskólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Gögnin eru fengin frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands.  

Dvalar- og hjúkrunarrými, 13.200.000 kr. 
Samkvæmt frétt frá 15.1.2020 á vef Sjúkratrygginga Íslands mun ríkið greiða 32,5 ma.kr. á ári vegna 2.468 dvalar- og hjúkrunarrýma. Þannig fæst út að greiðsla ríkisins munað jafnaði vera um 13,2 m.kr. á ári fyrir hvert dvalar- og hjúkrunarrými.