Um okkur
Forysta um samkeppnishæft rekstrarumhverfi
Samtök atvinnulífsins eru í forystu um samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu samfélagi öllum til hagsbóta.
Aðild að Samtökum atvinnulífsins er sæti við borðið þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í íslensku atvinnulífi og tækifæri til að hafa áhrif á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja.
www.sa.is
Aðild að SA kemur í gegnum 6 ólík aðildarsamtök. Í aðildarsamtökum SA er unnið að hagsmunamálum og framþróun viðkomandi atvinnugreina. Þar býðst félagsmönnum meðal annars aðgangur að ýmis konar fræðsluefni og starfi, lögfræðilegri aðstoð og annarri þjónustu sérfræðinga. Innan sinna atvinnugreina gegna samtökin mikilvægu hlutverki.
Sæktu um aðild með því að smella á viðeigandi samtök þinnar atvinnugreinar.