Um okkur

Forysta um samkeppnishæft rekstrarumhverfi

Samtök atvinnulífsins eru í forystu um samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu samfélagi öllum til hagsbóta.

6

Aðildarsamtök sem starfa á grunni atvinnugreina.

2000+

fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins.

70%

launafólks á almennum vinnumarkaði starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA.

Aðild að Samtökum atvinnulífsins

Aðild að Samtökum atvinnulífsins er sæti við borðið þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í íslensku atvinnulífi og tækifæri til að hafa áhrif á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja.
www.sa.is

Vertu hluti af rödd atvinnulífsins
SA eru málsvari sinna fyrirtækja í almennum hagsmunamálum atvinnulífsins og þau samtök sem aðrir aðilar, s.s. stjórnvöld og stéttarfélög, leita samráðs við um mikilvæg málefni.
Hafðu áhrif á starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja
SA hafa jákvæð og mótandi áhrif á starfsumhverfi atvinnulífsins og stuðla að samkeppnishæfum og arðsömum atvinnurekstri.
Aðgangur að rekstrarráðgjöf
Rekstrarráðgjafi svarar almennum spurningum félagsmanna um rekstur sem og aðstoðar félagsmenn við rekstrargreiningu og endurskipulagningu. Smelltu hér til að bóka rekstrarviðtal: Rekstrarráðgjöf
Greiningar á skilyrðum og horfum í atvinnulífinu
SA eru með puttann á púlsinum og aðstoða fyrirtæki sín við að fylgjast með rekstrarumhverfinu með öflugum greiningum og upplýsingagjöf.
Taktu þátt í mótun laga og reglna
SA eru virkir þátttakendur í mótun laga og reglna sem tengjast íslensku atvinnulífi og með aðild hefur þú kost á að hafa áhrif á lög og reglur í landinu.
Aðgangur að sérfræðiþjónustu í starfsmannamálum sem og þjónustuvef og formasafni
SA þjónustar félagsmenn með lögfræðilega aðstoð við túlkun kjarasamninga og stjórn starfsmannamála, sem hafa að gera með ráðningar, uppsagnir, vinnutíma, veikindarétt, orlof og fleira. Á þjónustuvef og í formasafni SA geta félagsmenn nálgast mikið af gagnlegum upplýsingum, sniðmátum og skjölum sem aðstoða þig við að gera hlutina rétt.
SA sér um gerð kjarasamninga
SA sjá um gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sem falið hafa SA umboð til þess.
Samskipti fyrir þína hönd við stéttarfélög og lögmenn vegna ágreiningsmála
SA gegna sambærilegu hlutverki fyrir fyrirtæki sín og stéttarfélög gæta fyrir starfsmenn og geta því aðstoðað fyrirtæki sín með ýmis lögfræðileg ágreiningsmál sem upp geta komið í starfsmannahaldinu.
Málflutningur í fordæmisgefandi málum
SA sinna málflutningi fyrir Félagsdómi og almennum dómstólum í fordæmisgefandi málum á sviði vinnuréttar og gæta þannig hagsmuna sinna aðildarfyrirtækja.

Aðild að undirsamtökum

Aðild að SA kemur í gegnum 6 ólík aðildarsamtök. Í aðildarsamtökum SA er unnið að hagsmunamálum og framþróun viðkomandi atvinnugreina. Þar býðst félagsmönnum meðal annars aðgangur að ýmis konar fræðsluefni og starfi, lögfræðilegri aðstoð og annarri þjónustu sérfræðinga. Innan sinna atvinnugreina gegna samtökin mikilvægu hlutverki.

Sæktu um aðild með því að smella á viðeigandi samtök þinnar atvinnugreinar.

Um verkefnið

Ryðjum heimatilbúnum hindrunum úr vegi

Það er kominn tími til að snúa vörn í sókn. Við þurfum að einfalda Ísland og leyfa einkaframtakinu að blómstra. Sköpum ný störf. Ríðum á vaðið og tökum áhættu. Gerum nýja hluti og köstum af okkur hlekkjum fortíðar. Höldum áfram.
Saman drögum við vagninn.
Nú er tíminn til að bæta, breyta eða styrkja það sem gengur vel. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Við þurfum að tryggja íslensku atvinnulífi vindinn í bakið til að treysta lífskjör í landinu og að tryggja störf til framtíðar. Áherslur stjórnvalda sem viðbragð við faraldrinum eru um margt góðar. En nú þarf að horfa fram á veginn og tryggja sterka viðspyrnu. Koma þarf betra sniði á hugmyndirnar til þess að hægt sé að hrinda þeim í framkvæmd. Samtök atvinnulífsins leggja í verkefninu Höldum áfram sitt á vogarskálarnar til þess að útfærsla þeirra verði með sem skjótustum og bestum hætti.

Atvinnulífið mun draga vagninn og hafa að lokum betur gegn efnahagslegum afleiðingum faraldursins. Til þess þarf að skapa umhverfi til þess að fyrirtækin vaxi og dafni. Fyrirtækin og starfsmenn þeirra mynda órofa heild. Verðmætasköpun er undirstaða bættra lífskjara. Burt með óþarfa heimatilbúnar hindranir og flækjur.  Skorum stöðnun á hólm.  Saman.

Eyjólfur Árni Rafnsson formaður
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri
Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri


Hér má sjá tillögur Samtaka atvinnulífsins, 21/21.