Hvað segja félagsmenn Samtaka atvinnulífsins um hindranir og vannýtt tækifæri í þeirra landshlutum?
Í mars síðastliðnum sendu Samtök atvinnulífsins og Maskína út könnun til forsvarsmanna fyrirtækja innan vébanda SA, í því skyni að varpa frekara ljósi á þau efnahagslegu áhrif sem COVID-19 hefur haft á fyrirtæki og starfsmenn þeirra.
Tæplega 67 prósent stjórnenda fyrirtækja í ferðaþjónustu telja að aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í mars í fyrra hafi verið gagnlegar. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna nýrrar könnunar meðal forsvarsmanna aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins.
Tæplega helmingur forsvarsmanna allra fyrirtækja telur að aðgerðirnar í heild hafi komið að miklu eða einhverju gagni. Jákvæðni ríkir því gagnvart aðgerðum stjórnvalda meðal fyrirtækja og hefur sú afstaða lítið breyst síðastliðna 6 mánuði, þrátt fyrir að faraldurinn hafi dregist á langinn.
Hefur fyrirtækið þitt gripið til hagræðingaraðgerða, eða mun það grípa til hagræðingaraðgerða, vegna COVID-19? Ef svo er hvers konar aðgerða hefur verið, eða verður, gripið til?
Hvað viðbrögð stjórnvalda vegna faraldursins varðar leiðir könnunin í ljós að um helmingur forsvarsmanna fyrirtækjanna taldi aðgerðir stjórnvalda hafa verið fullnægjandi, en tæpur fimmtungur segir þær hafa verið ófullnægjandi. Þá töldu tveir þriðju svarenda enn þörf á fleiri aðgerðum.
Telur þú að efnahagsaðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna COVID-19 hafi hingað til verið fullnægjandi fyrir þitt fyrirtæki?
Ert þú sammála eða ósammála því að þörf sé á fleiri efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna COVID-19?
Athygli vekur að almennt virðist sem að atvinnurekendur telji gagnsemi þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur gripið til hafa farið dvínandi með tíma. Í mars töldu 78% svarenda aðgerðarnar hafa komið að gagni en aðeins rúmur helmingur taldi svo vera í ágúst síðastliðnum. Erfitt er að fullyrða um orsakir þessa en líklega er um samspil aukinnar svartsýni um þróun faraldursins og síversnandi rekstraraðstæðna að ræða. Einnig er mögulegt að skilyrði tiltekinna úrræða hafi reynst of þröng þegar til kastanna kom. Hvoru tveggja kann að valda því að aðgerðirnar sem kynntar voru í mars gagnast atvinnurekendum nú minna en áður.
Hlutfall atvinnurekenda sem telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn áhrifum Covid-19 sem kynntar voru í mars hafa komið að einhverju eða miklu gagni
Flestir atvinnurekendur telja hlutastarfaleiðina hafa gagnast eða 75% svarenda. Það sama á við um laun í sóttkví þó gagnsemi þess síðarnefnda hafi eðli máls samkvæmt dalað í við meira eftir því sem smitum tók að fækka í samfélaginu. Aftur á móti telja fæstir brúarlánin hafa komið sér að gagni til að sporna gegn áhrifum Covid-19, en minna en helmingur svarenda taldi þau gagnleg í mars og aðeins 4% þótti nokkurt gagn af þeim nú í ágúst.
Hlutfall atvinnurekenda sem telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn áhrifum Covid-19 sem kynntar voru í apríl hafa komið að einhverju eða miklu gagni
Svipaða sögu er að segja þegar litið er sérstaklega til þeirra aðgerða sem kynntar voru í apríl, til viðbótar við þær sem kynntar höfðu verið í mars. Upphaflega töldu flestir, jöfnun tekjuskatts 2019 með tapi 2020 og sókn stjórnvalda til nýsköpunar koma sér að gagni, en þó aðeins minna en helmingur svarenda. Minna en 30% þóttu lokunarstyrkir gagnast sínu fyrirtæki. Hvað þessar aðgerðir varða benda svör til þess að gagnsemi þeirra hafi einnig farið minnkandi með tímanum, líkt og þeirra aðgerða sem kynntar voru í mars – og líklega sömu skýringar sem kunna að liggja þar að baki.
_____
Könnunin er gerð af Maskínu fyrir Samtök atvinnulífsins og er fjórða könnun SA á áhrifum kórónukreppunnar á fyrirtæki og starfsfólk þeirra. Hún fór fram dagana 12. febrúar til 2. mars 2021. Spurningar voru lagðar fyrir rúmlega 1.800 forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA og svöruðu 706 talsins, sem gerir 39,1% svarhlutfall.