21/21Ryðjum hindrunum úr vegi

Eftir heimsfaraldurinn stendur íslenskt samfélag frammi fyrir miklum áskorunum. Tækifæri til hagvaxtar eru þó í augsýn. Það er mikilvægt nú að leita nýrra lausna og læra af þeim sem hafa staðið í sömu sporum.

Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman 21 áskorun sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag og jafn margar lausnir. Ef okkur ber gæfa til þess að stíga þessi nauðsynlegu skref mun það skipta sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar.

Efnahagsmál

Öflugt atvinnulíf eykur velsæld

Atvinnulífið þarf að takast á við óþarfa hindranir sem dregur úr getu þess til vaxtar.

 • 1Efnahagslegur óstöðugleiki hamlar blómlegu atvinnulífi
 • 2Opinber útgjöld og skuldir hækka stöðugt
 • 3Hindranir standa atvinnusköpun fyrir þrifum
 • 4Íslenska þjóðin er ung en eldist hratt
 • 5Sveiflur á íbúðamarkaði auka húsnæðiskostnað
Sjá lausnir –>

Vinnumarkaðurinn

Semjum betur

Vinnumarkaðurinn einkennist af óskilvirkri kjarasamningsgerð, höfrungahlaupi og launastefnu sem ógnar stöðugleika.

 • 6Íslensk launastefna ógnar stöðugleika
 • 7Óskilvirk kjarasamningsgerð veldur samfélagstjóni
 • 8Höfrungahlaup einkennir íslenskan vinnumarkað
 • 9Mörg en fámenn stéttarfélög ýta undir ósamstöðu
Sjá lausnir –>

Atvinnulífið

Starfsumhverfi fyrirtækja hamlar hagvexti

Hindranir í stjórnsýslu, óskilvirkt eftirlit og reglugerðir hamla vexti atvinnulífs og nýsköpun.

 • 10Þunglamaleg stjórnsýsla flækist fyrir framþróun atvinnulífs
 • 11Óskilvirkt eftirlit
 • 12Langtímaatvinnuleysi fer vaxandi
 • 13Nýsköpun mælist minni en í öðrum iðnríkjum
Sjá lausnir –>

Sjálfbær þróun

Undirstaða hagvaxtar  framtíðarinnar

Sjálfbærni er ekki tískuorð heldur nauðsynlegur lykilþáttur í sterku hagkerfi sem stendur undir sér.

 • 14Skortur á grænni orku hamlar sjálfbærri þróun
 • 15Loftslagsváin verður ekki leyst með skattlagningu
Sjá lausnir –>

Heilbrigðismál

Setjum markmið og vinnum að þeim

Það er mikið rými til að bæta heilbrigðiskerfið með markvissari viðmiðum og þjónustu sem er hönnuð fyrir fólk.

 • 16Óljóst er hvaða heilbrigðisþjónustu hið opinbera fjármagnar
 • 17Óvissa um viðmið varðandi biðtíma sjúklinga
 • 18Óskilgreind viðmið leiða af sér óhagræði og sóun
Sjá lausnir –>

Menntamál

Ný nálgun samfara breyttu samfélagi

Við eigum á hættu að verða ósamkeppnishæf ef við breytum ekki menntakerfinu fyrir framtíðina.

 • 19Of mikil miðstýring er í íslensku skólakerfi
 • 20Skólakerfið endurspeglar ekki færniþarfir framtíðar
 • 21Núverandi aðferðir kerfisins koma ekki nægilega til móts við breytt samfélag
Sjá lausnir –>