Eftir heimsfaraldurinn stendur íslenskt samfélag frammi fyrir miklum áskorunum. Tækifæri til hagvaxtar eru þó í augsýn. Það er mikilvægt nú að leita nýrra lausna og læra af þeim sem hafa staðið í sömu sporum.
Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman 21 áskorun sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag og jafn margar lausnir. Ef okkur ber gæfa til þess að stíga þessi nauðsynlegu skref mun það skipta sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar.
Atvinnulífið þarf að takast á við óþarfa hindranir sem dregur úr getu þess til vaxtar.
Vinnumarkaðurinn einkennist af óskilvirkri kjarasamningsgerð, höfrungahlaupi og launastefnu sem ógnar stöðugleika.
Hindranir í stjórnsýslu, óskilvirkt eftirlit og reglugerðir hamla vexti atvinnulífs og nýsköpun.
Sjálfbærni er ekki tískuorð heldur nauðsynlegur lykilþáttur í sterku hagkerfi sem stendur undir sér.
Það er mikið rými til að bæta heilbrigðiskerfið með markvissari viðmiðum og þjónustu sem er hönnuð fyrir fólk.
Við eigum á hættu að verða ósamkeppnishæf ef við breytum ekki menntakerfinu fyrir framtíðina.