Við stöndum frammi fyrir einni verstu kreppu í heila öld. Verðmæti hverfa og atvinnuleysi er mikið. Nú er tíminn til að snúa vörn í sókn. Hugsum til framtíðar, einföldum regluverkið, leyfum einkaframtakinu að blómstra, sköpum ný störf og aukin tækifæri. Stöðnun er ekki kostur. Forsenda almennrar velmegunar er blómlegt atvinnulíf. Skapa þarf umhverfi til þess að fyrirtækin geti vaxið og skapað aukin verðmæti. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman tillögur í sex efnisflokkum sem taka til þessara þátta. Hér er leiðin vörðuð.