Sjálfbær þróun

Efnahagur og umhverfi eru órjúfanleg hringrás

Sjálfbær þróun felst í ,,að mæta þörfum nútímans án þess að aftra kynslóðum framtíðar að mæta sínum eigin þörfum.“ – Brundtland skýrslan, 1987.

Ísland er í kjör aðstæðum til að skapa sjálfbært og blómstrandi efnahagslíf og getur orðið leiðandi af á heimsvísu, en það eru mörg ljón í vegi. 

2

áskoranir lausnir

Áskorun nr. 1

Skortur á grænni orku kemur niður á tækifærum til vaxtar

  • Innviði skortir fyrir orkuskiptin
  • Orkuskipti, fólksfjölgun og ný atvinnustarfsemi mun krefjast aukinnar orkuframleiðslu þegar fram í sækir

Lausn

Tryggjum uppbyggingu grænna innviða um allt land

Innviðafjárfestingar, með auknum samvinnuverkefnum hins opinbera og einkaaðila stuðla að skilvirkari nýtingu auðlinda og aukinni verðmætasköpun. Sjónarmið um náttúruvernd mega ekki leiða til þess að möguleikar til grænnar orkuframleiðslu séu takmarkaðir um of.

Áskorun nr. 2

Loftlagsvandinn verður ekki leystur með frekari skattlagningu

  • Grænir skattar hvetja til breyttrar hegðunar en eru ekki tekjuöflun fyrir hið opinbera
  • Ógagnsæi ríkir um hvert fjármagnið fer sem innheimt er í formi grænna skatta
  • Ef tilætluðum árangri er náð skila grænir skattar takmörkuðum tekjum til framtíðar
  • Íþyngjandi kvaðir og samkeppnishamlandi regluverk draga úr grænni fjárfestingu

Lausn

Sköpum hvata svo fjármagn leiti í grænar og sjálfbærar lausnir

Aukið gagnsæi yfir tekjur og ráðstöfun grænna skatta í bland við hagræna hvata fyrir fjárfestingar í sjálfbærum og grænum lausnum, með það að markmiði að ýta undir kolefnishlutlaust hagkerfi. Þessu er hægt að ná fram meðal annars með hvötum við útgáfu grænna verðbréfa.

Nánar

Grænir skattar í milljörðum króna á verðlagi 2020

Heimild: Fjármálaráðuneytið

Á ég að borga eða fæ ég borgað?

Aðkoma atvinnulífsins skiptir sköpum þar sem horfa þarf til nýsköpunar og fjárfestingatækifæra. Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi getur íslenskt atvinnulíf verið leiðandi afl á heimsvísu á þessum sviðum.

Sjá ítarefni