Sjálfbær þróun felst í ,,að mæta þörfum nútímans án þess að aftra kynslóðum framtíðar að mæta sínum eigin þörfum.“ – Brundtland skýrslan, 1987.
Ísland er í kjör aðstæðum til að skapa sjálfbært og blómstrandi efnahagslíf og getur orðið leiðandi af á heimsvísu, en það eru mörg ljón í vegi.
Innviðafjárfestingar, með auknum samvinnuverkefnum hins opinbera og einkaaðila stuðla að skilvirkari nýtingu auðlinda og aukinni verðmætasköpun. Sjónarmið um náttúruvernd mega ekki leiða til þess að möguleikar til grænnar orkuframleiðslu séu takmarkaðir um of.
Aukið gagnsæi yfir tekjur og ráðstöfun grænna skatta í bland við hagræna hvata fyrir fjárfestingar í sjálfbærum og grænum lausnum, með það að markmiði að ýta undir kolefnishlutlaust hagkerfi. Þessu er hægt að ná fram meðal annars með hvötum við útgáfu grænna verðbréfa.
Heimild: Fjármálaráðuneytið
Aðkoma atvinnulífsins skiptir sköpum þar sem horfa þarf til nýsköpunar og fjárfestingatækifæra. Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi getur íslenskt atvinnulíf verið leiðandi afl á heimsvísu á þessum sviðum.