Efnahagsmál

Öflugt atvinnulíf eykur velsæld

Kórónukreppan tekur enda eins og allar kreppur. Í kjölfarið þurfum við að koma á stöðugleika og sjálfbæru ástandi í hagkerfinu til að takast á við næstu áskoranir. Það gerum við með því að styrkja nýja atvinnuvegi, ryðja úr vegi óþarfa hindrunum, einfalda regluverk, nýta fjármuni hins opinbera betur til að lækka skatta og styrkja þannig atvinnulífið til frekari vaxtar.

5

áskoranir
lausnir

Áskorun nr. 1

Efnahagslegur óstöðugleiki
hamlar blómlegu atvinnulífi

  • Óstöðugleiki er heimatilbúinn vandi
  • Óábyrg fjármálastefna og sívaxandi umsvif hins opinbera magna hagsveiflur
  • Launabreytingar eru oft ekki í takti við verðmætasköpun

Lausn

Þriggja arma hagstjórn
sem vinnur saman

Samstillt hagstjórn Seðlabankans, hins opinbera og vinnumarkaðarins stuðlar að minni óstöðugleika. Kjarasamningslíkan sem tekur mið af verðmætasköpun, fjármálastefna sem magnar ekki hagsveiflur og hófsöm vaxtastefna spila þar lykilhlutverk.

Áskorun nr. 2

Opinber útgjöld og skuldir hækka stöðugt

  • Innan OECD eru umsvif hins opinbera hvergi meiri en hér
  • Frá aldamótum hafa árleg útgjöld aukist um 58%
  • Þrátt fyrir ofangreint er fyrirséð að áfram munu kröfur um aukin opinber útgjöld og þjónustu vaxa

Lausn

Tengjum fjármagn við árangur

Leggja þarf áherslu á hvað fæst fyrir opinbert fé enda eru aukin útgjöld ekki ávísun á bætta þjónustu við neytendur.  Með því að árangurstengja útgjöld hins opinbera aukum við gagnsæi og hagkvæmni í opinberum rekstri og fáum þannig meira fyrir peninginn.

Áskorun nr. 3

Langtíma atvinnuleysi fer vaxandi

  • Atvinnuleysi hefur aukist mikið
    Áfram er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi
  • Í atvinnuleysi felst mikill samfélagslegur kostnaður
    Beinn kostnaður ríkissjóðs vegna aukins atvinnuleysis er talinn nema 200 milljörðum á fimm ára tímabili
  • Ísland er háskattaríki
    Frekari skattahækkanir hamla fjölgun starfa
  • Hindranir standa atvinnusköpun fyrir þrifum

Lausn

Auðveldum fyrirtækjum að skapa störf

Til að tryggja sjálfbæra fjölgun starfa þurfa störfin að verða til á almennum vinnumarkaði en ekki hjá hinu opinbera. Einföldum skattkerfið og afnemum hindranir í rekstrarumhverfi fyrirtækja til dæmis hvað varðar stofnun fyrirtækja, leyfisveitingar og erlenda fjárfestingu. Tryggjum fyrirtækjum umhverfi sem stenst alþjóðlega samkeppni.

Áskorun nr. 4

Ung þjóð en eldist

  • Í lok aldarinnar verður íslenska þjóðin ein sú elsta meðal iðnríkja
  • Sífellt færri vinnandi hendur munu standa undir samneyslunni
  • Viðbúið er að útgjöld til heilbrigðismála muni aukast en þau eru þegar mikil í norrænum samanburði

Lausn

Aukum framleiðni og vinnum lengur

Við þurfum að framleiða meira og hraðar til að standa undir sambærilegum lífskjörum í framtíðinni. Tryggjum sveigjanleg starfslok þannig að þeir sem vilja vinna lengur hafi kost á því. Þá þarf að endurmóta menntakerfið til að gera fólki kleift að flytjast milli atvinnugreina.

Áskorun nr. 5

Húsnæðismarkaður í ólgusjó

  • Sveiflur á húsnæðismarkaði eru gríðarlegar og engum til hagsbóta
  • Lóðaframboð er alltof oft af skornum skammti og framkvæmdatími of langur
  • Enn á ný er skortur á íbúðarhúsnæði yfirvofandi sem magnar sveiflur á húsnæðismarkaði

Lausn

Skilvirkari ákvarðanir. Einfaldara regluverk og hóflegar kröfur. Nægt lóðaframboð

Framkvæmum meira og minnkum flækjustigið á móti. Með aukinni skilvirkni í ákvörðunartöku  og léttara regluverki getum við auðveldað fyrirtækjum að byggja húsnæði. Nú þegar eru 316 tillögur frá OECD til úrbóta í regluverki í byggingariðnaði. Fylgjum þeim eftir.

Nánar

Hreinar skuldir ríkissjóðs hlutfall af VLF

Heimild: Fjármálaráðuneytið

Skuldasöfnun hefst á ný

Kórónukreppan tekur enda eins og allar kreppur. Í kjölfarið koma nýjar áskoranir sem þarf að bregðast við. Skuldasöfnun er mikil og samkvæmt áætlun sér ekki fyrir endann á þeim skuldakúf. 

Sífellt færri standa undir samneyslunni

Aukin skuldasöfnun dregur úr getu okkar til að bregðast við stærstu vandamálum nútímans eins og vaxandi atvinnuleysi og hraðri öldrun þjóðarinnar.

Fjöldi á vinnufærum aldri (20-64 ára) á bak við hvern 65 ára og eldri

Heimild: Hagstofa Íslands og útreikningar efnahagssviðs

Sjá ítarefni