Óþarflega flókið og íþyngjandi regluverk, þunglamaleg stjórnsýsla og óskilvirkt eftirlit hamlar rekstri fyrirtækja og dregur úr hvata til fjárfestinga. Afnema ætti þær hindranir í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja sem eru umfram þær sem þekkjast hjá nágrannaþjóðum.
Draga ætti úr hömlum í regluverki sem ekki þjóna skýrum tilgangi og auðvelda samskipti fyrirtækja við hið opinbera með einni samráðsgátt. Skrefum yrði fækkað, samskipti myndu batna og óþarfa flækjur myndu leysast.
Heimild: Hagstofa Íslands, OECD
Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfsemi í hlutfalli af landsframleiðslu eru lægri hér á landi en í öðrum iðnríkjum.
Umfang nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi er minna hér en í öðrum iðnríkjum. Á Íslandi er fjöldi umsókna um einkaleyfi lítill í samanburði við önnur iðnríki.
Heimild: OECD