Atvinnulífið

Starfsumhverfi fyrirtækja
skiptir máli

Óþarflega flókið og íþyngjandi regluverk, þunglamaleg stjórnsýsla og óskilvirkt eftirlit hamlar rekstri fyrirtækja og dregur úr hvata til fjárfestinga. Afnema ætti þær hindranir í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja sem eru umfram þær sem þekkjast hjá nágrannaþjóðum.

4

áskoranir lausnir

Áskorun nr. 1

Þunglamaleg stjórnsýsla hamlar framþróun atvinnulífs

  • Óskýr, hægvirk og ósveigjanleg leyfiskylda
  • Umhverfið hamlar frumkvöðlum og eykur rekstrarkostnað fyrirtækja
  • Reglubyrðin hefur þyngst ár frá ári
  • Óþarfa flækjustig og íþyngjandi kvaðir draga úr hvata tilfyrirtækjarekstrar og fjárfestinga

Lausn

Færum samskipti við hið opinbera í eina samráðsgátt

Draga ætti úr hömlum í regluverki sem ekki þjóna skýrum tilgangi og auðvelda samskipti fyrirtækja við hið opinbera með einni samráðsgátt. Skrefum yrði fækkað, samskipti myndu batna og óþarfa flækjur myndu leysast.

Áskorun nr. 2

Eftirlit er óskilvirkt

  • Verkefni stofnana skarast á
  • Kröfur stofnana eru mismunandi milli landshluta
  • Óhagræði í núverandi fyrirkomulagi er mikið

Lausn

Sameinum stofnanir og aukum getu þeirra til að sinna leiðbeiningarhlutverki sínu

  • Mikil tækifæri eru til að sameina stofnanir og ábyrgðasvið í stjórnsýslunni. Sem dæmi eru í dag tíu heilbrigðiseftirlitsumdæmi sem má sameina í eina stofnun. Við getum ekki gert mismunandi kröfur til fyrirtækja eftir því hvar þau eru staðsett á landinu. Sameining stofnana styrkir þær einnig til að sinna leiðbeiningarhlutverki sínu betur

Áskorun nr. 3

Langtímaatvinnuleysi fer vaxandi

  • Atvinnuleysi er ein alvarlegasta birtingarmynd heimsfaraldursins
  • Þrálátt langtímaatvinnuleysi getur ógnað hagvexti framtíðar
  • Færni fólks minnkar og þekking glatast í atvinnuleysi

Lausn

Festum ráðningarstyrki af atvinnuleysisskrá í sessi


  • Mikið langtímaatvinnuleysi er kostnaðarsamt fyrir samfélagið jafnt sem einstaklinga og miklir hagmunir fólgnir í því að vinna bug á því með réttum hvötum til atvinnusköpunar. Festum átakið Hefjum störf í sessi til frambúðar sem fyrst og fremst miðar að því að skapa hvata fyrir atvinnurekendur til að ráða inn einstakling sem hefur verið án vinnu í ár eða lengur

Áskorun nr. 4

Nýsköpun mælist minni
en í öðrum iðnríkjum

  • Útgjöld til rannsóknar og þróunar eru minni á Íslandi en í mörgum iðnríkjum
  • Einkaleyfisumsóknir eru færri en annars staðar með tilliti til íbúafjölda
  • Vaxtastig er almennt hærra en í nágrannaríkjum og aðgengi að lánsfjármagni oft erfitt
  • Umfang nýsköpunar ætti að vera svipað og mælist í nágrannaríkjum en svo er ekki

Lausn

Auðveldum aðgengi fyrirtækja að fjármagni og hæfu starfsfólki

  • Fjarlægjum hindranir sem draga úr hvata til fjárfestinga. Útvíkkum heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga. Drögum úr hömlum á erlenda fjárfestingu sem eru langt umfram það sem við sjáum í öðrum ríkjum OECD
  • Lærum af Eistlandi sem hefur litlar hömlur, einfalt regluverk, hóflega skattheimtu og stafræna stjórnsýslu
  • Eflum sjóði eins og Tækniþróunarsjóð

Nánar

Útgjöld til rannsóknar og þróunarstarfsemi (%VLF), árin 2011 til 2019.

Heimild: Hagstofa Íslands, OECD

Lægri útgjöld til rannsókna og þróunar en í öðrum iðnríkjum

Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfsemi í hlutfalli af landsframleiðslu eru lægri hér á landi en í öðrum iðnríkjum.

Minni nýsköpun en í öðrum iðnríkjum

Umfang nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi er minna hér en í öðrum iðnríkjum. Á Íslandi er fjöldi umsókna um einkaleyfi lítill í samanburði við önnur iðnríki.

Samanlagður fjöldi umsókna um einkaleyfi á hverja 100.þ íbúa (Evrópska-, Alþjóðlega- og Bandaríska einkaleyfisstofan).

Heimild: OECD

Sjá ítarefni