Vinnumarkaðurinn

Hornsteinn hagstjórnar

Ábyrg hagstjórn er forsenda efnahagslegs stöðugleika og bættra lífskjara. Á íslenskum vinnumarkaði er samið of mikið, um of lítið, við of fáa. Mikil orka fer í að hækka laun einstakra stétta á máta sem veldur höfrungahlaupi launa og verðbólgu.

Endurbætur þurfa að eiga sér stað á kjarasamningslíkaninu sem stuðlar að þjóðhagslegum stöðugleika.

4

áskoranir lausnir

Áskorun nr. 1

Íslensk launastefna ógnar stöðugleika

  • Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt meira en á hinum Norðurlöndunum
  • Á sama tíma hefur verðbólga reynst fjórfalt meiri og vaxtastig fimmfalt hærra
  • Ef markmiðið er að bæta lífskjör verðum við að gera betur

Lausn

Látum útflutningsgreinar marka launastefnuna

Á Norðurlöndunum eru launahækkanir í samræmi við verðmætasköpun þar sem samningar við útflutningsgreinar eru stefnumarkandi sem aðrir aðilar fylgja eftir.

Áskorun nr. 2

Óskilvirk kjarasamningsgerð skapar tjón í samfélaginu

  • Á Íslandi er nær óþekkt að kjarasamningar séu endurnýjaðir strax í kjölfar þess síðasta

Lausn

Skilvirk vinnubrögð við gerð kjarasamninga draga úr óvissu og kostnaði

Endurnýjum stefnumarkandi kjarasamninga áður en þeir renna út og aðrir samningar fylgja.

Áskorun nr. 3

Höfrungahlaup einkennir íslenska vinnumarkaðinn

  • Hefð er fyrir stefnumarkandi kjarasamningum sem aðrir kjarasamningar eiga að fylgja
  • Í framhaldi berjast stéttafélög fyrir því að bæta
    kjör sinna félagsmanna umfram aðra
  • Þetta veldur höfrungahlaupi launa
    og endalausra samningagerða

Lausn

Eflum embætti ríkissáttasemjara
og tryggjum samstöðu
um að fylgja launastefnunni

Ríkissáttasemjari þarf frekara vald og verkfæri til að tengja saman aðila og fresta aðgerðum. Sameiginlegt verkefni allra er að passa að samningar fari ekki fram úr stefnumarkandi samningum.

Áskorun nr. 4

Mörg en fámenn stéttarfélög ýta undir ósamstöðu

  • Hætta á höfrungahlaupi skapast ekki síst því viðsemjendur eru margir og fámennir
  • Öll sveitarfélög þurfa að semja sérstaklega við fjölda fámennra stéttafélaga
  • Hvert stéttarfélag, sama hversu lítið, krefst sérstakra kjara fyrir sína félagsmenn

Lausn

Færri en stærri kjarasamningar

Með kröfu um samflot í kjaraviðræðum og tengingu minni hópa við stefnumarkandi kjarasamninga fyrir tilstilli ríkissáttasemjara má draga verulega úr hættu á höfrungahlaupi og ná meiri sátt á vinnumarkaði.

Nánar

Ísland hæst innan OECD ríkja

Laun og tengd gjöld eru ríflega 60% af allri verðmætasköpun í landinu og hvergi innan OECD er hlutfallið hærra. Samningar um kaup og kjör gegna mikilvægu hlutverki hvað varðar þróun efnahagsmála. Launahækkanir umfram aukningu verðmæta í atvinnulífinu leiða til verðbólgu, gengisveikingar og hærri vaxta.

Launahlutfall OECD ríkja. Hlutfall af vergum þáttatekjum (%). Ísland árið 2020 og flest önnur árið 2019. Heimild: OECD og útreikningar efnahagssviðs

Ábyrg launastefna

Ábyrg hagstjórn er forsenda efnahagslegs stöðugleika og bættra lífskjara. Vinnumarkaðurinn, sem þriðji armur hagstjórnar, verður að sýna ábyrgð og festu því annars er stefnu ríkisfjármála og peningamála ógnað. Endurbætur þurfa að eiga sér stað á kjarasamningslíkaninu sem stuðlar að þjóðhagslegum stöðugleika.

Það er mikið í húfi

Mikið er í húfi enda hvergi hærra hlutfall launafólks í stéttarfélögum en á Íslandi, eða rúmlega 90%. Næst komast önnur Norðurlönd þar sem samsvarandi hlutfall  er 50-65%. Í flestum öðrum ríkjum er hlutfallið mun lægra. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda að betri lífskjör hvíli á efnahagslegum stöðugleika og samkeppnishæfu atvinnulífi. Nýtt vinnumarkaðslíkan eru almannagæði.

Hlutfall launafólks í stéttarfélögum

Heimild: OECD

Sjá ítarefni

Sjáðu áhrif launahækkunar á vexti, verðbólgu og kaupmátt

Ábyrg hagstjórn er forsenda efnahagslegs stöðugleika og betri lífskjara. Samningar um kaup og kjör gegna mikilvægu hlutverki um þróun efnahagsmála. Launahækkanir umfram aukningu verðmæta í atvinnulífinu leiða til verðbólgu, veikingu gengis krónunnar og hærri vaxta. Hér til hliðar getur þú prófað líkan af áhrifum launahækkana á vexti, verðbólgu og kaupmátt.