Ábyrg hagstjórn er forsenda efnahagslegs stöðugleika og bættra lífskjara. Á íslenskum vinnumarkaði er samið of mikið, um of lítið, við of fáa. Mikil orka fer í að hækka laun einstakra stétta á máta sem veldur höfrungahlaupi launa og verðbólgu.
Endurbætur þurfa að eiga sér stað á kjarasamningslíkaninu sem stuðlar að þjóðhagslegum stöðugleika.
Á Norðurlöndunum eru launahækkanir í samræmi við verðmætasköpun þar sem samningar við útflutningsgreinar eru stefnumarkandi sem aðrir aðilar fylgja eftir.
Endurnýjum stefnumarkandi kjarasamninga áður en þeir renna út og aðrir samningar fylgja.
Ríkissáttasemjari þarf frekara vald og verkfæri til að tengja saman aðila og fresta aðgerðum. Sameiginlegt verkefni allra er að passa að samningar fari ekki fram úr stefnumarkandi samningum.
Með kröfu um samflot í kjaraviðræðum og tengingu minni hópa við stefnumarkandi kjarasamninga fyrir tilstilli ríkissáttasemjara má draga verulega úr hættu á höfrungahlaupi og ná meiri sátt á vinnumarkaði.
Laun og tengd gjöld eru ríflega 60% af allri verðmætasköpun í landinu og hvergi innan OECD er hlutfallið hærra. Samningar um kaup og kjör gegna mikilvægu hlutverki hvað varðar þróun efnahagsmála. Launahækkanir umfram aukningu verðmæta í atvinnulífinu leiða til verðbólgu, gengisveikingar og hærri vaxta.
Launahlutfall OECD ríkja. Hlutfall af vergum þáttatekjum (%). Ísland árið 2020 og flest önnur árið 2019. Heimild: OECD og útreikningar efnahagssviðs
Ábyrg hagstjórn er forsenda efnahagslegs stöðugleika og bættra lífskjara. Vinnumarkaðurinn, sem þriðji armur hagstjórnar, verður að sýna ábyrgð og festu því annars er stefnu ríkisfjármála og peningamála ógnað. Endurbætur þurfa að eiga sér stað á kjarasamningslíkaninu sem stuðlar að þjóðhagslegum stöðugleika.
Mikið er í húfi enda hvergi hærra hlutfall launafólks í stéttarfélögum en á Íslandi, eða rúmlega 90%. Næst komast önnur Norðurlönd þar sem samsvarandi hlutfall er 50-65%. Í flestum öðrum ríkjum er hlutfallið mun lægra. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda að betri lífskjör hvíli á efnahagslegum stöðugleika og samkeppnishæfu atvinnulífi. Nýtt vinnumarkaðslíkan eru almannagæði.
Heimild: OECD
Ábyrg hagstjórn er forsenda efnahagslegs stöðugleika og betri lífskjara. Samningar um kaup og kjör gegna mikilvægu hlutverki um þróun efnahagsmála. Launahækkanir umfram aukningu verðmæta í atvinnulífinu leiða til verðbólgu, veikingu gengis krónunnar og hærri vaxta. Hér til hliðar getur þú prófað líkan af áhrifum launahækkana á vexti, verðbólgu og kaupmátt.