Menntamál

Ný nálgun samfara
breyttu samfélagi

Kröfur um þekkingu og færni í atvinnulífinu taka sífelldum breytingum. Þessum kröfum verður að mæta á sama tíma og almenn grunnfærni þarf að vera til staðar. Framlög hins opinbera til málaflokksins í heild eru hlutfallslega meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum en árangurinn er ekki eftir því.

3

áskoranir lausnir

Áskorun nr. 1

Of mikil miðstýring er í íslensku skólakerfi

  • Miðstýring aftrar nýsköpunarstarfi 
  • Takmarkað sjálfstæði hamlar skapandi nálgun í kennslu
  • Skólastarfið heldur ekki í við gjörbreytt umhverfi nemenda samfara hraðri tækniþróun

Lausn

Aukum sjálfstæði skólanna og látum fjármagn fylgja nemendum

Með auknu valfrelsi nemenda og svigrúmi stjórnenda öðlumst við möguleika til að prófa okkur áfram til að sjá hvers konar aðferðir henta mismunandi hópum nemenda best. Aukið sjálfstæði skóla stuðlar að aukinni fjölbreytni og framþróun í skólastarfi í takt við breyttar þarfir nemanda.

Áskorun nr. 2

Þróun menntakerfisins endurspeglar ekki færniþarfir framtíðar 

  • 90% starfa krefjast stafrænnar færni
  • Ekki er nægileg áhersla á STEM færni
  • Nýsköpun þjóðar ræðst af færni á slíkum sviðum

Lausn

Áherslubreytingar í takt við þarfir framtíðar

Aukum áherslu á raun- og tæknigreinar í grunnskólum og frumkvöðlamenntun á öllum skólastigum. Virkjum tengsl menntakerfis við atvinnulífið með starfsnámi, sérstaklega hjá hátækni- og nýsköpunarfyrirtækjum.

Áskorun nr. 3

Verkfæri og aðferðir kerfisins koma ekki til móts við breytt samfélag

  • Hlutfall nemenda með erlent móðurmál fersífellt hækkandi
  • Árangur verður ekki bættur ef stórir hópar sitja eftir
  • Löng sumarleyfi koma sérstaklega illa við þá sem höllum fæti standa varðandi námsárangur, þá sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og þá sem ekki hafa tök á að sækja námskeið eða annað skipulagt starf yfir sumartímann
  • Tímabil frá fæðingarorlofi til leikskólavistunar getur varað í 18 mánuði

Lausn

Eflum íslenskukennslu, styttum sumarfrí og brúum umönnunarbilið

Til að stuðla megi að jöfnum tækifærum óháð efnahag, móðurmáli og félagslegum aðstæðum þarf að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og brúa umönnunarbilið sem myndast þegar fæðingarorlofi lýkur. Með fjölgun kennsludaga um 17 á ári verður sumarfríið 7 vikur. 

Nánar

Hlutfall grunnskólanema með erlent móðurmál

Heimild: Hagstofa Íslands

Samfélag fyrir alla íbúa

Með breyttri samfélagsgerð verða til nýjar áskoranir í menntakerfinu. Árangur nemenda í íslensku menntakerfi verður ekki bættur ef stórir hópar sitja eftir, en hlutfall nemenda í leik- og grunnskóla með erlent móðurmál fer sífellt hækkandi. Löng sumarleyfi hafa komið sérstaklega illa við þá sem höllum fæti standa varðandi námsárangur, þá sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og þá sem ekki hafa tök á að sækja námskeið eða annað skipulagt starf yfir sumartímann.

Sjá ítarefni