Heilbrigðismál

Notandann í fyrsta sæti

Lífskjarasókn, hraðar tækniframfarir og breytt aldurssamsetning þjóðarinnar leiða af sér nýjar áskoranir í heilbrigðiskerfinu. Áskoranir næstu áratuga munu snúa að því hvernig íslenskt samfélag getur boðið upp á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu án þess að  stórauka kostnað almennings af því að njóta hennar. 

3

áskoranir lausnir

Áskorun nr. 1

Fjármögnun hins opinbera er óljós og óskýr

  • Óljóst hvaða heilbrigðisþjónustu hið opinbera fjármagnar
  • Ósamræmi er í fjármögnun og samningagerð
  • Kostnaður og fjárveitingar eru oft ógagnsæjar og órökréttar
  • Litlir hvatar eru til hagræðingar

Lausn

Leyfum fjármagni að fylgja notendum 

Semjum við alla þá sem veita heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi þjónustuaðila, með notandann í forgrunni. Þannig er fjármögnun og jafnt aðgengi tryggt. Tryggjum einnig getu sjúkratrygginga til að viðhalda gæða þjónustu.

Áskorun nr. 2

Óvissa ríkir um eðlileg viðmið varðandi biðtíma sjúklinga

  • Biðtímar geta verið langir og óskýrir
  • Engin skýr viðmið eru um ásættanlegan biðtíma

Lausn

Lögfestum viðmiðunarmörk biðtíma með þjónustutryggingu

Lögfestum viðmiðunarmörk og að þjónustuveitanda sé skylt að tilkynna notanda ef hann getur ekki veitt þjónustuna innan þeirra marka. Samhliða þarf gagnvirkan gagnagrunn um biðtíma hjá öllum veitendum heilbrigðisþjónustu.

Áskorun nr. 3

Óskilgreind viðmið leiða af sér óhagræði og sóun

  • Heilbriðgðisþjónusta er oft ekki veitt á réttu stigi
  • Í því getur falist óhagræði og sóun
  • Notendur þjónustu hverfa á milli skips og bryggju

Lausn

Drögum úr álagi og valdeflum notendur

Bætum getu heilsugæslunnar og aukum stafrænar lausnir til að draga úr álagi á bráðamóttöku og álíka þjónustustigum. Tryggjum þjónustu við hæfi eftir sjúkrahúsvist og eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun þá geta sjúklingar búið sjálfstætt eins lengi og þeir geta.

Nánar

Útgjöld sem hluttfall af VLF, leiðrétt m.t.t. aldurssamsetningar

Heimild: Fjármálaráð og útreikningar efnahagssviðs

Framlög til heilbrigðismála há í samanburði við Norðurlönd

Heilbrigðisgjöld hins opinbera á Íslandi einna hæst á Norðurlöndunum þegar leiðrétt hefur verið fyrir aldurssamsetningu. Langtímaáætlun ríkisfjármála gerir ráð fyrir að þessi kostnaður muni aðeins koma til með að aukast á komandi árum og áratugum.

Langur biðtími

Viðmiðunarmörk Embætti landlæknis fela í sér að óásættanlegt er að bið eftir aðgerð hjá sérfræðilækni sé lengri en 90 dagar. Miðað er við að 80% komist í aðgerð fyrir þann tíma, en á Íslandi er hlutfallið aðeins 40%.

Hlutfall einstaklinga sem fá aðgerð innan þriggja mánaða

Heimild: Embætti landlæknis

Sjá ítarefni